Sú breyting var nú gerð að þorrablótið fór fram á skólatíma í staðinn fyrir að fara fram seinni partinn eins og verið hefur. Það hófst kl. 11:30 og því lauk kl. 13:00. Kristín Lukka heimilisfræðikennari hefur veg og vanda af veitingum en hún er vikurnar á undan að undirbúa þorrablótið í samstarfi við nemendur í heimilisfræði. Það felur í sér að flest af matnum er búinn til eða eldaður á staðnum. Dagskráin var hefðbundin, allir bekkirnir höfðu undirbúið sín skemmtiatriði og á milli atriða var fjöldasöngur.
Sama dag var Íþróttadagur Fjarðabyggðar fyrir nemendur í 7.-10. bekk og því áttu yngri bekkirnir skólann. Nemendur í 6. bekk fengu hlutverk á þorrablótinu þar sem þau undirbjuggu matinn, skreyttu salinn og skenktu matinn.
Þessar breytingar voru mjög góðar og góður andi á blótinu.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is