Nemendur á unglingastigi sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr. Þau tóku sig til og hreinsuðu rusl af norðurströnd fjarðarins, allt frá Helgustaðanámu til kaupstaðarins. Ekki svo mikið sem snifsi varð eftir á leið þeirra. Þetta framtak átti einstaklega vel við því landlægur áhugi er orðinn á svokölluðu plokki og að auki var umhverfisvika sveitarfélagsins í vikunni á undan.
Frábært framtak hjá unglingunum okkar að hugsa svona vel um umhverfið okkar allra.
Svo upptekin voru þau af plokkinu að enginn festi þetta á filmu. Að auki hafa miðvikudagar í vetur verið svokallaðir símalausir dagar þannig að enginn unglingur var með símann á sér.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is