Í verkefninu felst að nemendur heimsækja Hulduhlíð og lesa fyrir vistmenn. Þar fá nemendur dýrmæta æfingu og það styrkir samband kynslóðanna. Í síðustu viku hófu sex nemendur úr 7. bekk leikinn en sá bekkur er að undirbúa sig fyrir þátttöku í Stóru upplestrarkeppninni. Það að lesa upp í Hulduhlíð er því afar dýrmæt æfing fyrir þau.
Í þessari viku mun hinn helmingur nemenda 7. bekkjar heimsækja Hulduhlíð og lesa. Mjög skemmtilegt framtak og vonandi samstarf sem mun halda áfram að þróast og eflast.
Lesa má meira um styrkinn og verkefnið hér.
Á myndinni má sjá Evu Lind Guðmundsdóttur lesa í Hulduhlíð sl. þriðjudag.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is