Út fyrir kassann er sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir stráka, stelpur og ungt fólk. Þau Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir eru eigendur fyrirtækisins, hafa hannað námskeiðin og halda þau. Vinna þeirra er byggð á bókum þeirra og áralangri reynslu af vinnu með börnum og ungu fólki.
Bjarni og Kristín komu austur snemma morguns og hófu vinnuna með nemendur í 5.-7. bekk. Nemendum var skipt í hópa eftir kynjum og vann Bjarni með strákana og Kristín með stelpurnar. Meðal viðfangsefna voru sjálfstraust og sjálfsmynd og hvernig krakkarnir geta komið í veg fyrir að sjálfsmynd þeirra þróist á neikvæðan hátt. Námskeiðið fyrir þennan hóp stóð yfir fram að hádegi og eftir hádegið voru unglingarnir í 8.-10. bekk. Þeim var einnig kynjaskipt og fjallað var um sjálfsmyndina á sem víðastan hátt.
Mikil ánægja var með námskeiðið hjá nemendum og eru foreldrafélaginu og Alcoa sýndar miklar þakkir fyrir að standa fyrir því.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is