01.04.2022
Fimmtudaginn 31. mars var Stóra upplestarkeppnin haldin í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði, voru þar að keppa fulltrúar frá öllum skólum Fjarðabyggðar. Fyrir hönd Eskifjarðarskóla kepptu þær Katrín María Jónsdóttir og Salóme Una Aradóttir og stóðu þær sig báðar með mikilli prýði. Katrín María hlaut önnur verðlaun keppninnar og óskum við henni innilega til hamingju.
Lesa meira
31.03.2022
Árshátíð 6.-10. bekkjar fór fram í miðvikudaginn 30. mars og Páskaskemmtun 1.-5. bekkjar fór fram fimmtudaginn 31. mars.
Hver bekkur var með flott skemmtiatriði og lauk árshátíðinni með söngvarakeppni.
Vel heppnuðum hátíðum lokið og hæfileikaríkir krakkar í Eskifjarðarskóla.
Lesa meira
22.03.2022
Nemendur 10.bekkjar við Eskifjarðarskóla urðu í 2.sæti í Fjármálaleikunum.
Markmiðið með keppninni er að hvetja sem flesta nemendur til að spreyta sig á skemmtilegum spurningaleik um fjármál.
Nemendur fengu 100.000 kr í peningaverðlaun og ætla að gefa upphæðina til Barnaspítala Hringsins.
Við óskum 10. bekknum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Lesa meira
10.03.2022
Athugið að frá og með 15.mars 2022 taka gildi reglur í grunnskólum Fjarðabyggðar að skrá skal öll skipti sem nemendur mæta of seint í kennslustund.
Ekki er lengur hægt að hringja í ritara og tilkynna um að nemendur mæti of seint til þess að komast hjá skráningu.
Lesa meira
10.03.2022
Þriðjudaginn 15.mars taka nýjar reglur gildi í Grunnskólum Fjarðabyggðar.
Lesa meira
08.03.2022
Við höfum komið upp aðstöðu í anddyri skólans fyrir óskilamuni. Endilega komið og skoðið hvort þið kannist við eitthvað.
Lesa meira
07.03.2022
Hér koma myndir frá Öskudeginum í Eskifjarðarskóla
Lesa meira
25.02.2022
Kennarar, stjórnendur og starfsmenn í Eskifjarðarskóla höfum tekið ákvörðun um að nemendur 1.-10. bekkjar fara ekki út í bæ að syngja en skemmta sér þess í stað í skólanum í alls konar hópastarfi og leikjum.
Vegna fjölda smita í samfélaginu okkar hafa nokkur fyrirtæki og stofnanir haft samband við okkur og óskað eftir því að börnin komi ekki til þeirra vegna viðkvæmrar stöðu innan þeirra fyrirtækis. Í ljósi þessara óska tókum við þessa ákvörðun.
Ef fyrirtæki í bænum og stofnanir í Fjarðabyggð vilja senda nemendum nammi og ýmiskonar góðgæti tökum við fagnandi á móti því og vitum að börnin verða virkilega ánægð með það.
Dagskrá öskudagins í Eskifjarðarskóla er að finna hér fyrir neðan.
Lesa meira
06.02.2022
Þrátt fyrir slæma veðurspá á morgun mánudag þykir ekki ástæða til að loka skólum í Fjarðabyggð. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir austfirði. Því er lagt upp með að skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar verði með hefðbundnum hætti á morgun mánudag. Foreldrum er engu að síður í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla. Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og tilkynning verður send út í framhaldinu hér á heimasíðu Fjarðabyggðar um hvort loka þurfi skólum.
Lesa meira
28.01.2022
Staða húsvarðar við Eskifjarðarskóla er laus til umsóknar.
Um er að ræða 100% stöðu er fellst í umsjón með húsnæði og lóð skólans.
Um er að ræða tímabunda ráðningu til 30. júní með möguleika á áframhaldandi starfi.
Umsóknarfrestur er til 6. febrúar
Lesa meira