30.10.2020
Í dag 30.október var allt starfsfólk og nemendur svartklædd og með vasaljós í tilefni daga myrkurs.
Lesa meira
28.05.2020
Það var fríður og föngulegur hópur 10. bekkinga sem kvaddi skólann í dag. Útskriftin tókst vel undir stjórn Hildar Drafnar umsjónarkennara krakkanna, margt skemmtilegt rifjað upp frá skólagöngu þeirra og margir nemendanna kvöddu skólann formlega með fallegum orðum. Ásta Stefanía skólastjóri flutti nemendum bestu árnaðaróskir með framhaldið á námsferli þeirra. Útskriftin var sannarlega gleðistund og við færum líka nemendum og foreldrum 9. bekkinga þakkir fyrir að uppvarta alla þá sem í salnum voru og samfögnuðu útskriftarnemendunum.
Lesa meira
28.05.2020
Fjörið heldur áfram í þvílíkri blíðu þar sem hitinn fór upp í 15 stig. Yngsta stigið hóf daginn í sundlauginni okkar og þar var kátt í höllinni. Þau fóru síðan þaðan og sungu fyrir heimilisfólkið í Hulduhlíð þrjú lög. Miðstigið hélt áfram með smiðjurnar sínar og þar vakti mikla athygli barnanna að fá að róa sín fyrstu skref á kajak en Kristinn Þór í Sjósporti hélt vel utan um krakkana og á hann skildar miklar þakkir fyrir góða hjálp. Elstu nemendurnir fóru í langa göngu út í friðlandið á Hólmanesi. Frábær ferð eftir nýjum göngustíg sem auðveldar ferðina mikið. Flottur dagur í skólanum.
Lesa meira