Fréttir

Skólahald í dag 11. desember

SKÓLAR Í FJARÐABYGGÐ VERÐA OPNIR Í DAG Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri á Austurlandi í dag. Gert er ráð fyrir miklum vindi, milli 20 og 30 metrum á sekúndu og einhverri ofankomu. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki.
Lesa meira

Slæm veðurspá fyrir miðvikudaginn 11. desember

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í nótt og í fyrramálið. Gert er ráð fyrir miklum vindi og talsverðri ofankomu. Fólk er beðið að athuga að talverðar líkur er á því að skólahald leik-, grunn-, og tónskóla geti raskast vegna þessa. Munu tilkynningar verða sendar út á heimasíðu Fjarðabyggðar og Facebook síðu fyrir klukkan 6:30 í fyrramálið. Vinsamlega skoðið tilkynningu á heimasíðu Fjarðarbyggðar í fyrramálið eins munum við skólastjórnendur senda póst til ykkar og tilkynningu á heimasíðu skólans strax ákvörðun liggur fyrir.
Lesa meira

Lestrarátaki skólans lauk þann 6. desember

Nemendur hafa lesið af miklum krafti síðastliðnar þrjár vikur. Lestrarmiðum á vegg á miðsvæði hefur fjölgað mjög mikið og þarf orðið verulega töluglöggan mann að finna út fjölda lesinna bóka.
Lesa meira

Bubbi fékk upptöku frá árinu 1983

Bubbi Morthens fékk á dögunum afhenta upptöku af tónleikum hans á jólabingói á unglingastigi í Grunnskóla Eskifjarðar frá árinu 1983. Hann ræddi við nemendur og kennara á milli laga um einelti og samkynhneigð og verður að segjast að þessi 36 ára gömlu ummæli hans eigi erindi í dag: „Okkur þykir ekki gott þegar við verðum fyrir sársauka á sálinni og manni getur liðið illa. Hommarnir hafa hjarta og sál og verða ástfangnir eins og við hin. Ekki okkar mannanna að dæma,“ sagði Bubbi í Eskifjarðarskóla árið 1983 áður en hann tók lagið Strákarnir á Borginni. Myndatexti: Dagný Jónsdóttir, fyrrum nemandi við Grunnskóla Eskifjarðar, afhenti Bubba upptökuna.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu - Lestrarátak

Við héldum Dag íslenskrar tungu hátíðlegan með dagskrá í salnum okkar. Nemendur 7. bekkjar fluttu nokkur ljóð eftir Þórarinn Eldjárn en ljóð hans vekja ávallt gleði og eftirtekt nemenda. Þrír nemendur 9. bekkjar lásu einnig ævintýri eftir Jónas Hallgrímsson um Stúlkuna í turninum. Þennan dag hófum við einnig lestarátak sem stendur í þrjár vikur.
Lesa meira

Heimsókn í Hulduhlíð

Við áttum skemmtilega stund með íbúum Hulduhlíðar þann 13. nóvember. Þá lásu nemendur 7. bekkjar valin, gömul og góð ljóð fyrir eldra fólkið sem tók vel á móti nemendum. Við höfðum líka með okkur tónlistarnemendur úr 7. - 8. bekk sem fluttu falleg lög fyrir fólkið. Þetta var yndisleg stund.
Lesa meira

Þemadagur 30. október

Við ætlum að vinna með gildi skólans á þemadegi, miðvikudaginn 30. október. Við römmum gildin okkar inn með orðunum -Virðing - Færni - Þekking - Áræði.
Lesa meira

Snjórinn kominn og snjókarlarnir

Krakkarnir hafa alltaf gaman að leika sér í snjónum. Það litu nokkrir snjókarlar dagsins ljós og snjókastið var líka vinsælt. Mikið fjör í frímínútum hjá yngstu krökkunum.
Lesa meira

Vetrarfrí 21. - 22. október

Vetrarfrí verður í skólanum okkar mánudaginn 21. okt og þriðjudaginn 22. október. Þessa daga verður því engin starfsemi í skólanum né í Dvölinni. Við vonum að nemendur nýti vetrarfríið vel og komi tvíefldir til starfa á miðvikudeginum.
Lesa meira

Ólsen Ólsen dagurinn

Hinn árlegi Ólsen ólsen dagur okkar var haldinn mánudaginn 14. október. Þá komu allir nemendur skólans saman og spiluðu Ólsen í eina kennslustund. Spilamennskan tókst frábærlega og nemendur voru mjög ánægðir með að fá að láta ljós sitt skína í spilum.
Lesa meira