Fréttir

Öskudagurinn

Það var mikið fjör í skólanum að venju á öskudaginn. Nemendur komu uppáklæddir í alls konar búninga, heimatilbúna og aðkeypta. Þeir lögðu svo út í vetrarveðrið og sungu sér til hita og fengu góðgæti í pokann sinn að launum. Við komum svo öll saman og slógum köttinn úr tunnunni. við veittum frumlegum búningum viðurkenningar og erfitt var að velja úr hugvitssamlegum búningum.
Lesa meira

Vetrarfrí dagana 27. og 28. febrúar.

Seinna vetrarfrí þessa skólaárs verður fimmtudaginn 27. febrúar og föstudaginn 28. febrúar. Við vonum að nemendur og starfsfólk eigi góða daga og mæti eldhresst aftur til starfa næstkomandi mánudag.
Lesa meira

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Við héldum glæsilega hátíð með nemendum 7. bekkjar þar sem valdir voru þrír fulltrúar bekkjarins til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Nemendur vor mjög vel undirbúnir fyrir hátíðina af Jóhönnu Guðnadóttur umsjónarkennara sínum. Við fengum marga gesti í salinn sem fylgdust vel með fallegum upplestri barnanna.
Lesa meira

Íþróttadagur Fjarðabyggðar 30. janúar

Íþróttadagur Fjarðabyggðar var haldinn fimmtudaginn 30. janúar. Það kom í okkar hlut að vera gestgjafar þetta árið. Hér komu saman um 250 unglingar í 7. - 10. bekk í Fjarðabyggð og margt var gert til skemmtunar. Nemendur fóru milli stöðva, kepptu í ýmsum skemmtilegum íþróttagreinum en aðal málið er þó alltaf að nemendur kynnist aðeins betur, nauðsynlegt að þjappa þeim saman. Dagurinn tókst mjög vel og vonandi hafa nemendur bæði haft gagn og gaman af því sem fram fór.
Lesa meira

Þorrablót 1. - 5. bekkjar

Þorrablót 1. - 5. bekkjar var haldið föstudaginn 31. janúar og gekk mjög vel. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi og borðuðu saman þorramatinn með bestu lyst. Hver bekkur kom síðan með atriði frá sér og vel var tekið undir í fjöldasöngnum.
Lesa meira

Miðannarlok

Annarlok miðannar verða miðvikudaginn 12. febrúar. Þá gefst foreldrum tækifæri að hitta umsjónarkennara og ræða stöðu barna þeirra í náminu og öðrum þeim þáttum er að skólastarfi snúa. * Viðtalstímar. Þriðjudaginn 4. febrúar opnum við fyrir að foreldrar geti skráð hentugan viðtalstíma á Mentor fyrir annarlokin. Við lokum aftur fyrir þá skráningu í lok föstudagsins 7. feb.
Lesa meira

Jólafrí - Fyrsti skóladagur á nýju ári

Í lok dags, föstudaginn 20. desember, hefst jólafrí nemenda og starfsfólks. Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við hefjum kennslu aftur mánudaginn 6. janúar samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Nafnagift á fjarlægum stjörnum

Í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga fór fram nafnagift á stjörnum og fylgitunglum í ljósárafjarlægð frá jörðu. Það kom í hlut Íslendinga að gefa einni stjörnu og fylgitungli þess nafn og bárust Stjarnvísindafélagi Íslands á þriðja hundrað tillögur að nöfnum. Netkosning fór síðan fram og skemmtilegt er frá því að segja að tillaga Guðmanns Þorvaldssonar kennara við Eskifjarðarskóla um nöfn hlaut náð fyrir augum kjósenda. Tillaga Guðmans var þessi: Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.
Lesa meira

Desballið 2019

Hið árlega Desball nemenda 6. - 10. bekkjar verður haldið föstudaginn 13. desember. Þetta er mikið stuðball sem nemendaráð stendur fyrir.
Lesa meira

Skólahald í dag 11. desember

SKÓLAR Í FJARÐABYGGÐ VERÐA OPNIR Í DAG Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri á Austurlandi í dag. Gert er ráð fyrir miklum vindi, milli 20 og 30 metrum á sekúndu og einhverri ofankomu. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki.
Lesa meira